Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 16. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Mídas valtaði yfir Stokkseyri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mídas 7 - 1 Stokkseyri
1-0 Daníel Arnþórsson ('3 )
2-0 Tómas Helgi Ágústsson Hafberg ('9 )
3-0 Kristófer Dagur Sigurðsson ('30 )
4-0 Kristófer Dagur Sigurðsson ('69 )
4-1 Garðar Geir Hauksson ('72 )
5-1 Kristófer Dagur Sigurðsson ('78 )
6-1 Kristófer Dagur Sigurðsson ('83 )
7-1 Gunnar Hákon Unnarsson ('88 )

Mídas og Stokkseyri áttust við í eina leik gærkvöldsins í 5. deildinni og komust heimamenn í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Liðin mættust á Víkingsvelli þar sem Daníel Arnþórsson, Tómas Helgi Ágústsson Hafberg og Kristófer Dagur Sigurðsson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

Kristófer Dagur skoraði sitt annað mark á 69. mínútu og minnkaði Garðar Geir Hauksson muninn niður í 4-1 skömmu síðar, en heimamenn voru hvergi nærri hættir.

Kristófer bætti tveimur mörkum við leikinn til að fullkomna fernu, áður en Gunnar Hákon Unnarsson skoraði áttunda og síðasta mark leiksins.

Lokatölur 7-1 sigur Mídas sem er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta var fyrsti leikur Stokkseyringa í sumar.
5. deild karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Mídas 8 7 0 1 32 - 6 +26 21
2.    Smári 8 6 1 1 35 - 11 +24 19
3.    KFR 8 6 0 2 30 - 7 +23 18
4.    SR 7 5 0 2 23 - 14 +9 15
5.    Hörður Í. 7 4 0 3 24 - 10 +14 12
6.    Uppsveitir 8 2 1 5 14 - 20 -6 7
7.    Reynir H 7 1 2 4 6 - 27 -21 5
8.    Stokkseyri 7 1 0 6 6 - 31 -25 3
9.    Afríka 8 0 0 8 4 - 48 -44 0
Athugasemdir
banner
banner
banner