Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
   mið 15. maí 2024 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
'Hljóp af mér rassgatið í þessum leik'
'Hljóp af mér rassgatið í þessum leik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rodri jafnaði eftir sendingu frá Bigga. Markið má sjá neðst í fréttinni.
Rodri jafnaði eftir sendingu frá Bigga. Markið má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum hvað við þyrftum að gera, erum búnir að vera spila vel en úrslitin ekki fallið með okkur. Við vissum að við værum með gæðin í að klára þennan leik. Í seinni hálfleik skinu gæðin í gegn og við tókum þetta," sagði Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, eftir sigur gegn Vestra í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Vestri leiddi í leikhléi eftir mark í uppbótartíma en KA sneri taflinu við í seinni.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

„Við ætluðum að spila boltanum aðeins hraðar og vera óhræddir við að taka menn á. Það er það sem við gerðum, stóðum saman sem lið og það innsiglaði þennan sigur."

Biggi lagði upp jöfnunarmarkið með fyrirgjöf á Rodri. „Boltinn datt bara þægilega fyrir mig og ég setti hann í hættulegt svæði og auðvitað var Rodri mættur og setti hann bara í netið."

„Þetta er æðislegt, svolítið kærkomið. Núna er að byggja ofan á þetta, taka Fylki í næsta leik og þá fer boltinn að rúlla. Þá getum við virkilega sýnt gæðin sem eru í þessu liði og sýnt að við eigum heima miklu ofar í töflunni en við erum."

„Standið á mér er flott, hljóp af mér rassgatið í þessum leik. Við vorum í stífri þjálfun úti (í Bandaríkjunum). Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið frá Hadda (þjálfara). Það er svo gott að fá allar þessar mínútur í líkamann."


Birgir lék í vinstri vængbakverði framan af leik. „Mér finnst æðislegt að fá eiginlega allan kantinn fyrir mig, geta brunað upp og niður. Mér finnst það alveg geggjað," sagði Biggi.

Í viðtalinu fer Biggi yfir aukaspyrnumarkið hans Bjarna Aðalsteinssonar. Hann ræðir einnig um veruna sína í Bandaríkjunum en hann er þar að klára háskólanám.

Athugasemdir
banner
banner
banner