Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Hollywood-stjarnan grínast með beiðni Ronaldo
Rob McElhenney
Rob McElhenney
Mynd: Getty Images
Portúgalska stjarnan Cristiano Ronaldo hefur beðið Manchester United um að leyfa sér að fara frá félaginu ef viðeigandi tilboð berst en Hollywood-eigendur Wrexham geta leyft sér að dreyma.

Ronaldo vill yfirgefa United, aðeins ári eftir að hann kom til félagsins frá Juventus.

Portúgalinn skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu.

Hann vill spila áfram í deild þeirra bestu og hefur því beðið félagið um að samþykkja tilboð sem það telur sanngjarnt og viðeigandi.

Rob McElhenney, annar af eigendum Wrexham, birti færslu á Twitter þar sem hann biður leikmanninn um að skilgreina hvað hann meinar þegar talað er um hentugt tilboð í þeirri von um að plata hann til að spila fyrir Wrexham.

McElhenney er hvað þekktastur fyrir stórleik sinn í bandarísku þáttaröðinni Always Sunny in Philadelphia en hann á Wrexham með vini sínum, Ryan Reynolds, sem hefur leikið í mörgum stórmyndum í Hollywood.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner