Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus mun kynna Pogba og Di Maria í vikunni
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano heldur því fram að stórveldi Juventus muni tilkynna komu Paul Pogba og Angel Di Maria til félagsins í vikunni.

Þeir eru báðir á leið til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa verið hjá Manchester United og Paris Saint-Germain undanfarin ár.

Romano segir allt klappað og klárt á milli félagsins og Pogba en enn þurfi að fínpússa nokkur smáatriði áður en Di Maria skrifar undir.

Di Maria mun taka stöðu Paulo Dybala í hópnum á meðan Pogba snýr aftur til félagsins sem hann spilaði sinn besta fótbolta undir stjórn Massimliano Allegri, sem er einmitt kominn aftur við stjórnvölinn í dag.

Juve endaði í 4. sæti á síðustu leiktíð með 70 stig og stefnir á að blanda sér í titilbaráttuna á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner