
Nýliðar Grindavíkur gerði markalaust jafntefli við Íslandsmeistara Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Róbert Jóhann Haraldsson, þjálfari nýliðanna var ánægður með stigið.
„Svona fyrirfram hefði maður tekið jafnteflið en dýrt jafntefli ef fyrirliðinn, Bentína er úr leik þannig þetta er beggja blands. En ég er stoltur af stelpunum og þvílík barátta. Þó við höfum æft þetta nýja kerfi í stuttan tíma þá heppnaðist það fullkomnlega. Stjarnan féll gjörsamlega í gildruna," sagði Róbert.
Bentína, fyrirliði Grindavíkur meiddist undir lok fyrri hálfleiks og vonar Róbert að það sé ekki alvarlegt.
„Þetta er hnéið, einhver smellur. Hún fer í tjékk núna í hvelli. Vonandi er hún í lagi því við þurfum á henni að halda."
Viviane Domingues spilaði sinn fyrsta leik í marki Grindavíkur í kvöld og átti hún frábæran leik og var maður leiksins.
„Hún er alveg stórkostleg. Þetta er alveg klassa markmaður. Hún talar mikið og tekur alla bolta inn í teig, þess vegna skil ég þrjár eftir í hornum. Það gefur vörninni smá boost að hafa svona sterkan markvörð á bakvið sig."
Leikurinn vakti töluvert umtal í dag vegna þess að hann var færður vegna þátttöku Stjörnunnar í Meistaradeild Evrópu. Grindvíkingar voru sérstaklega óánægðir með dagsetninguna á leiknum. Róbert telur að umtalið í dag hafi kveikt í sínum stelpum.
„Já algjörlega. Ég er ennþá smá fúll en ég náði vonandi að skrifa þetta frá mér í dag. Við vorum ekki tilbúnar í þennan leik, á engan hátt og stigið því þeim mun betra."
„Svona fyrirfram hefði maður tekið jafnteflið en dýrt jafntefli ef fyrirliðinn, Bentína er úr leik þannig þetta er beggja blands. En ég er stoltur af stelpunum og þvílík barátta. Þó við höfum æft þetta nýja kerfi í stuttan tíma þá heppnaðist það fullkomnlega. Stjarnan féll gjörsamlega í gildruna," sagði Róbert.
Bentína, fyrirliði Grindavíkur meiddist undir lok fyrri hálfleiks og vonar Róbert að það sé ekki alvarlegt.
„Þetta er hnéið, einhver smellur. Hún fer í tjékk núna í hvelli. Vonandi er hún í lagi því við þurfum á henni að halda."
Viviane Domingues spilaði sinn fyrsta leik í marki Grindavíkur í kvöld og átti hún frábæran leik og var maður leiksins.
„Hún er alveg stórkostleg. Þetta er alveg klassa markmaður. Hún talar mikið og tekur alla bolta inn í teig, þess vegna skil ég þrjár eftir í hornum. Það gefur vörninni smá boost að hafa svona sterkan markvörð á bakvið sig."
Leikurinn vakti töluvert umtal í dag vegna þess að hann var færður vegna þátttöku Stjörnunnar í Meistaradeild Evrópu. Grindvíkingar voru sérstaklega óánægðir með dagsetninguna á leiknum. Róbert telur að umtalið í dag hafi kveikt í sínum stelpum.
„Já algjörlega. Ég er ennþá smá fúll en ég náði vonandi að skrifa þetta frá mér í dag. Við vorum ekki tilbúnar í þennan leik, á engan hátt og stigið því þeim mun betra."
Athugasemdir