þri 03. ágúst 2021 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Gundogan skoraði tvö í síðasta æfingaleik Man City
Ilkay Gündogan er klár í tímabilið
Ilkay Gündogan er klár í tímabilið
Mynd: Heimasíða Man City
Englandsmeistaralið Manchester City vann Blackpool 4-1 í æfingaleik í kvöld þar sem Ilkay Gündogan skoraði tvö fyrir þá bláklæddu.

Samuel Edozie skoraði fyrsta mark City í leiknum. Hann er aðeins 18 ára gamall og er að skora þriðja mark sitt fyrir aðalliðið í þremur æfingaleikjum í sumar.

Gestirnir jöfnuðu úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Í þeim síðari skoraði Riyad Mahrez eftir aðeins þrjár mínútur.

Ilkay Gündogan gerði þá tvö mörk áður en honum var skipt af velli og lokatölur 4-1.

Þetta var síðasti æfingaleikur City fyrir tímabilið en liðið spilar við Leicester City um samfélagsskjöldinn um helgina áður en enska úrvalsdeildin hefst viku síðar.

Daníel Leó Grétarsson var ekki með Blackpool en hann er að jafna sig af aðgerð á öxl. Hann verður klár í ensku B-deildina í september.
Athugasemdir
banner