Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 03. ágúst 2022 22:11
Anton Freyr Jónsson
Eiður Smári gekk út úr viðtali: Þið megið ákveða hvar hún liggur
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Alltaf súrt að tapa og það er eiginlega erfiðara að taka því eftir svona frammistöðu, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við eiginlega yfirspiluðum þá og settum þá undir pressu, sköpuðum fullt af færum og það virðist vera einhver bragur yfir okkur þar sem boltinn vill ekki alveg í netið þessa stundina." sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Munurinn á okkur eins og staðan í dag er að og andstæðingnum að andstæðingurinn fær hann í hælinn og það lekur í netið og við setjum hann í hælinn á einhverjum og það lekur í hornspyrnu og það er svolítið saga leiksins held ég."

Eiður Smári Guðjohnsen var spurður út í framhaldið hjá liðinu og segist Eiður Smári ekki hafa neinar áhyggjur en liðið fær KA í heimsókn í næstu umferð.

„Miðavið frammistöðuna og það sem við sjáum á æfingasvæðinu þá hef ég bara engar áhyggjur af neinu því að ég held að um leið og við troðum inn einu marki þá munu koma hellingur af þeim þannig ég hef engar áhyggjur af því. Hópurinn er þunnur en við erum bara að díla við það þannig það er ekki yfir neinu að kvarta nema við þurfum að vera aðeins klókari."

Erlendur Eiríksson var spjaldaglaður í kvöld og var Eiður Smári spurður hvernig honum hafi fundist línan hjá Erlendi í kvöld.

„Eigum við ekki að segja að það sé bara mjög jöfn lína á dómgæslu heilt yfir í sumar og þið megið ákveða hvar hún liggur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner