Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 03. ágúst 2022 22:11
Anton Freyr Jónsson
Eiður Smári gekk út úr viðtali: Þið megið ákveða hvar hún liggur
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Alltaf súrt að tapa og það er eiginlega erfiðara að taka því eftir svona frammistöðu, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við eiginlega yfirspiluðum þá og settum þá undir pressu, sköpuðum fullt af færum og það virðist vera einhver bragur yfir okkur þar sem boltinn vill ekki alveg í netið þessa stundina." sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Munurinn á okkur eins og staðan í dag er að og andstæðingnum að andstæðingurinn fær hann í hælinn og það lekur í netið og við setjum hann í hælinn á einhverjum og það lekur í hornspyrnu og það er svolítið saga leiksins held ég."

Eiður Smári Guðjohnsen var spurður út í framhaldið hjá liðinu og segist Eiður Smári ekki hafa neinar áhyggjur en liðið fær KA í heimsókn í næstu umferð.

„Miðavið frammistöðuna og það sem við sjáum á æfingasvæðinu þá hef ég bara engar áhyggjur af neinu því að ég held að um leið og við troðum inn einu marki þá munu koma hellingur af þeim þannig ég hef engar áhyggjur af því. Hópurinn er þunnur en við erum bara að díla við það þannig það er ekki yfir neinu að kvarta nema við þurfum að vera aðeins klókari."

Erlendur Eiríksson var spjaldaglaður í kvöld og var Eiður Smári spurður hvernig honum hafi fundist línan hjá Erlendi í kvöld.

„Eigum við ekki að segja að það sé bara mjög jöfn lína á dómgæslu heilt yfir í sumar og þið megið ákveða hvar hún liggur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner