Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   mið 03. ágúst 2022 22:11
Anton Freyr Jónsson
Eiður Smári gekk út úr viðtali: Þið megið ákveða hvar hún liggur
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Alltaf súrt að tapa og það er eiginlega erfiðara að taka því eftir svona frammistöðu, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við eiginlega yfirspiluðum þá og settum þá undir pressu, sköpuðum fullt af færum og það virðist vera einhver bragur yfir okkur þar sem boltinn vill ekki alveg í netið þessa stundina." sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Munurinn á okkur eins og staðan í dag er að og andstæðingnum að andstæðingurinn fær hann í hælinn og það lekur í netið og við setjum hann í hælinn á einhverjum og það lekur í hornspyrnu og það er svolítið saga leiksins held ég."

Eiður Smári Guðjohnsen var spurður út í framhaldið hjá liðinu og segist Eiður Smári ekki hafa neinar áhyggjur en liðið fær KA í heimsókn í næstu umferð.

„Miðavið frammistöðuna og það sem við sjáum á æfingasvæðinu þá hef ég bara engar áhyggjur af neinu því að ég held að um leið og við troðum inn einu marki þá munu koma hellingur af þeim þannig ég hef engar áhyggjur af því. Hópurinn er þunnur en við erum bara að díla við það þannig það er ekki yfir neinu að kvarta nema við þurfum að vera aðeins klókari."

Erlendur Eiríksson var spjaldaglaður í kvöld og var Eiður Smári spurður hvernig honum hafi fundist línan hjá Erlendi í kvöld.

„Eigum við ekki að segja að það sé bara mjög jöfn lína á dómgæslu heilt yfir í sumar og þið megið ákveða hvar hún liggur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner