Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 03. ágúst 2022 22:11
Anton Freyr Jónsson
Eiður Smári gekk út úr viðtali: Þið megið ákveða hvar hún liggur
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Alltaf súrt að tapa og það er eiginlega erfiðara að taka því eftir svona frammistöðu, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við eiginlega yfirspiluðum þá og settum þá undir pressu, sköpuðum fullt af færum og það virðist vera einhver bragur yfir okkur þar sem boltinn vill ekki alveg í netið þessa stundina." sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Munurinn á okkur eins og staðan í dag er að og andstæðingnum að andstæðingurinn fær hann í hælinn og það lekur í netið og við setjum hann í hælinn á einhverjum og það lekur í hornspyrnu og það er svolítið saga leiksins held ég."

Eiður Smári Guðjohnsen var spurður út í framhaldið hjá liðinu og segist Eiður Smári ekki hafa neinar áhyggjur en liðið fær KA í heimsókn í næstu umferð.

„Miðavið frammistöðuna og það sem við sjáum á æfingasvæðinu þá hef ég bara engar áhyggjur af neinu því að ég held að um leið og við troðum inn einu marki þá munu koma hellingur af þeim þannig ég hef engar áhyggjur af því. Hópurinn er þunnur en við erum bara að díla við það þannig það er ekki yfir neinu að kvarta nema við þurfum að vera aðeins klókari."

Erlendur Eiríksson var spjaldaglaður í kvöld og var Eiður Smári spurður hvernig honum hafi fundist línan hjá Erlendi í kvöld.

„Eigum við ekki að segja að það sé bara mjög jöfn lína á dómgæslu heilt yfir í sumar og þið megið ákveða hvar hún liggur."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner