Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. ágúst 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Pogba þarf ekki að fara í aðgerð
Paul Pogba er mættur aftur til Juventus
Paul Pogba er mættur aftur til Juventus
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba þarf ekki að fara í aðgerð á hné og mun í stað þess fara í sérstakt æfingaprógram sem mun hjálpa honum að komast aftur á völlinn.

Pogba snéri aftur til Juventus í sumar á frjálsri sölu frá Manchester United.

Hann gekk frá fjögurra ára samningi við ítalska félagið og hitti síðan liðsfélaga sína í Bandaríkjunum þar sem liðið var í æfingabúðum.

Pogba meiddist á liðþófa á æfingu og var í fyrstu haldið að hann þyrfti að fara í aðgerð.

Búist var við því að hann yrði frá í þrjá mánuði en horfurnar eru betri og hefur félagið nú hannað fimm vikna meðferð sem hjálpar honum að komast aftur á völlinn.

Það er því ekki útilokað að hann mæti aftur á völlinn eftir landsleikjagluggann í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner