Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 03. september 2021 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn sendur í leyfi
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildarfélagið Gautaborg hefur ákveðið að senda íslenska sóknarmanninn Kolbein Sigþórsson í ótímabundið leyfi.

Kolbeinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í viðtali við RÚV síðasta föstudag og lýsti þar ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins.

Í gær steig áhrifavaldurinn, Jóhanna Helga Jensdóttir, svo fram og sagði þar frá obeldi sem hún varð fyrir frá Kolbeini.

Gautaborg, félag Kolbeins í Svíþjóð, ætlar sér að rannsaka málið frekar og á meðan fer Kolbeinn í leyfi. Hann mun ekki taka þátt í æfingum né leikjum félagsins.

Í gær settu hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar upp borða á æfingasvæði félagsins þar sem þess var krafist að Kolbeinn yrði leystur frá störfum.
Athugasemdir
banner
banner
banner