banner
   lau 03. september 2022 10:20
Aksentije Milisic
PSG bauð Neymar til Man City sem sagði nei takk
Powerade
Verður áfram hjá PSG.
Verður áfram hjá PSG.
Mynd: EPA
Spurs skoðaði það að fá Zaha.
Spurs skoðaði það að fá Zaha.
Mynd: Getty Images
Nýr samningu að detta á borðið.
Nýr samningu að detta á borðið.
Mynd: Getty Images

Neymar, De Tomas, Gakpo, Zaha, Gnonto, Moleiro og Ziyech eru á meðal þeirra sem eru í slúðurpakka dagsins þennan laugardaginn.
BBC tók allt það helsta saman.
_________________________________


PSG bauð Neymar (30) til Manchester City undir lok félagsskiptagluggans en Englandsmeistararnir höfðu ekki áhuga á Brasilíumanninum. (Marca)

Manchester United tókst ekki að fá framherja Espanyol, Raul de Tomas (27), undir lok gluggans. (Football Insider)

Hollenski sóknarmaður Cody Gakpo (23) mun skrifa undir nýjan risa samning við PSG en Man Utd, Leeds United og Southampton voru öll á eftir leikmanninum. (Eindhovens Dagblad)

Gakpo hélt að hann myndi ganga til liðs við Man Utd en allt kom fyrir ekki. (90 min)

Tottenham kannaði möguleikann á því að fá Wilfried Zaha (29), leikmann Crystal Palace, en ekkert varð úr því. (Athletic)

Leeds náði að fá hinn ítalska Wilfried Gnoto (18) fyrir einungis 4 milljónir punda en liðið vildi ekki borga 7 milljónir punda eins og Zurich vildi fá fyrir leikmanninn. (Football Insider)

Miguel Angel Ramirez, forseti Las Palmas, segir að hann hafi neitað 21,6 milljóna punda tilboði í Alberto Moleiro en Barcelona og Man City voru orðuð við kauða. (Marca)

John Murtough, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United, viðurkennir að félagið hefði átt að hætta við að reyna fá Frenkie de Jong (25), miðjumann Barcelona, miklu fyrr. (ESPN)

Stjórnin hjá Manchester United tók fyrir sú hugmynd að fá Hakim Ziyech (29), frá Chelsea. (Manchester Evening News)

Newcastle og Aston Villa reyndu að fá Lucas Moura (30) frá Tottenham á lokadegi gluggans. (Fabrizio Romano)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, viðurkennir að hann sé að fylgja skipunum frá stjórn félagsins varðandi Antoine Griezmann (31) en félagið er að reyna forðast klásúlu í samningnum. Atletico verður að kaupa Frakkann fyrir 34,5 milljónir punda ef hann spilar ákveðið margar mínútur. Hann er á láni frá Barcelona. (Sport)

Chelsea mun láta hinn 22 ára gamla Reece James fá nýjan samning og einnig hinn 23 ára gamla Mason Mount. (90 Min)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að félagið hafi selt Billy Gilmour (21) til Brighton af því að leikmaðurinn vildi ekki fara á lán aftur. (Mail)

Torino vildi fá hinn 28 ára gamla Belga, Dennis Praet, aftur til félagsins en Leicester vildi ekki leyfa honum að fara. Praet var á láni hjá Torino á síðustu leiktíð. (Football Italia)


Athugasemdir
banner
banner
banner