lau 03. september 2022 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton hafnaði 50 milljónum frá Chelsea á gluggadegi
Miðjumaðurinn efnilegi er kominn með eitt mark í fimm leikjum á úrvalsdeildartímabilinu en verður frá keppni næstu vikur vegna meiðsla.
Miðjumaðurinn efnilegi er kominn með eitt mark í fimm leikjum á úrvalsdeildartímabilinu en verður frá keppni næstu vikur vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Southampton hafi hafnað 50 milljón punda tilboði frá Chelsea í miðjumanninn Romeo Lavia á lokadegi sumargluggans.


Southampton keypti Lavia af Manchester City fyrr í sumar fyrir 12 milljónir punda auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Félagið hefði því getað hagnast á vænni fúlgu fjárs á nokkrum vikum en ljóst er að Man City hefði getað skorist í leikinn. Það er vegna þess að City er með 40 milljón punda endurkaupsrétt á Lavia.

Lavia þykir gríðarlega efnilegur. Hann er aðeins 18 ára gamall og búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði Southampton. Hann er landsliðsmaður U19 liðs Belgíu og á leik að baki fyrir U21 liðið þrátt fyrir ungan aldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner