Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl í nótt en þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tóku á móti honum.
Chelsea, PSG og Al Ahli í Sádi-Arabíu reyndu að fá Osimhen á gluggadeginum á föstudag en samningar náðust ekki og Osimhen varð áfram hjá Napoli.
Chelsea, PSG og Al Ahli í Sádi-Arabíu reyndu að fá Osimhen á gluggadeginum á föstudag en samningar náðust ekki og Osimhen varð áfram hjá Napoli.
Hann var ekki ánægður hjá Napoli en félagaskiptaglugginn er áfram opinn í Tyrklandi og fær hann að fara til Galatasaray.
Galatasaray fær hann á láni og greiðir stærstan hluta launa hans, en Osimhen verður núna langverðmætasti leikmaðurinn í tyrkneska boltanum.
Samkvæmt Transfermarkt er Osimhen metinn á 100 milljónir evra en næst verðmætasti leikmaðurinn, Sofyan Amrabat, er metinn á 22 milljónir evra.
Hér fyrir neðan má sjá listann yfir tíu verðmætustu leikmennina í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Highest valued players in Superlig after Osimhen arrival. The gap is surreal.
byu/GustavTheTurk insoccer
Athugasemdir