Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Murillo undir smásjám Barcelona, Arsenal og Chelsea
Murillo í baráttu við Haaland.
Murillo í baráttu við Haaland.
Mynd: EPA
Brasilíski miðvörðurinn Murillo hjá Nottingham Forest hefur vakið mikla athygli og er einn eftirsóttasti ungi varnarmaður í Evrópu. Hann hefur spilað fantavel í ensku úrvalsdeildinni og er með stóíska ró á við mun reyndari lekmann.

Murillo er vinstri fótar leikmaður, öflugur í einvígum og finnst þægilegt að spila boltanum úr vörninni.

Caughtoffside greinir frá því að Murillo sé á blaði hjá Barcelona og að katalónska félagið telji hann smellpassa inn í hugmyndafræði liðsins.

Arsenal fylgist einnig með Murillo en Mikel Arteta er sagður aðdáandi hans. Þá hefur Chelsea áhuga en félagið sendi fyrirspurn til Forest fyrr á árinu en fékk það svar að leikmaðurinn væri ekki til sölu.
Athugasemdir
banner