„Það er ekki erfitt," segir Hákon Arnar Haraldsson er hann er spurður að því hvort erfitt sé að halda fókus þegar sögusagnir birtast í fjölmiðlum um framtíð hans.
Hákon hefur verið að taka góð skref með Lille í Frakklandi en það virðist bara tímaspursmál hvenær hann fer í ensku úrvalsdeildina. Hann hefur verið orðaður við félög í þeirri deild undanfarin misseri.
Hákon hefur verið að taka góð skref með Lille í Frakklandi en það virðist bara tímaspursmál hvenær hann fer í ensku úrvalsdeildina. Hann hefur verið orðaður við félög í þeirri deild undanfarin misseri.
Hákon er ekkert að spá í þessu núna.
„Aggi umboðsmaður segir ekkert við mig nema það sé alveg staðfest. Ef hann hringir ekki, þá er ég ekkert að stressa mig. Hann hefur ekkert heyrt í mér. Það er auðvelt að komast á lista hjá einhverju liði en maður er ekkert að pæla í þessu," sagði Hákon við Fótbolta.net og Livey.
En eru vinirnir eitthvað að senda á þig þegar það eru sögusagnir í gangi?
„Það er aðalmálið. Vinirnir eru fyrstir að senda á mann hvort maður sé að fara í þetta lið eða hitt liðið. Það þarf svo mikið að gerast svo eitthvað gerist. Ég er glaður í Lille," sagði landsliðsmaðurinn.
Athugasemdir