Ítalski vængmaðurinn Federico Chiesa er ekki í Meistaradeildarhópnum hjá Liverpool en þetta kemur fram á vef UEFA í dag.
Chiesa, sem kom til Liverpool frá Juventus á síðasta ári, hugsaði um að fara frá enska félaginu í sumar eftir að hafa fengið fá tækifæri á síðustu leiktíð.
Hann skoraði mikilvægt mark í 4-2 sigrinum á Bournemouth í 1. umferðinni og sagði eftir leikinn að hann væri ánægður í Liverpool og ætlaði sér að vera áfram.
Vængmaðurinn hefur komið inn á í öllum deildarleikjum Liverpool, en mun þó ekki fá að spreyta sig í Meistaradeildinni fyrir áramót.
Liverpool hefur valið 22-leikmanna hópinn fyrir keppnina og er Chiesa ekki á listanum,
Hinn 17 ára gamli Rio Ngumoha er í hópnum og tekur pláss sem einn af þeim leikmönnum sem eru ekki uppaldir hjá Liverpool þar sem hann kom til félagsins frá Chelsea á síðasta ári.
Hópurinn: Alisson, Giorgi Mamardashvili, Freddie Woodman, Virgil van Dijk, Joe Gomez, Giovanni Leoni, Ibrahima Konate, Conor Bradley, Milos Kerkez, Andy Robertson, Jeremie Frimpong, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai, Ryan Gravenberch, Wataru Endo, Curtis Jones, Florian Wirtz, Alexander Isak, Cody Gakpo, Mohamed Salah, Hugo Ekitike, Rio Ngumoha.
Athugasemdir