Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 03. október 2019 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Þetta er víti í 101 skipti af 100
Lingard ekki með gegn Newcastle
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni fyrr í kvöld.

Rauðu djöflarnir áttu slakan leik þar sem ekki eitt skot hitti markrammann. Heimamenn voru betri og komust nálægt því að skora en inn vildi boltinn ekki.

Ole Gunnar Solskjær vildi fá vítaspyrnu í leiknum en fékk ekki og segist vera orðinn þreyttur á að fá ekki vítaspyrnur.

„Þetta er vítaspyrna í 101 skipti af 100. Hversu oft er það búið að gerast á tímabilinu að við fáum ekki vítaspyrnu sem við eigum að fá? Eins og gegn Arsenal, þar hefðum við komist í 2-0 með marki úr víti," sagði Solskjær.

„Auðvitað er þetta pirrandi en það er ekkert sem við getum gert í þessu. Mark úr vítaspyrnu hefði fullkomnað góða frammistöðu á mjög erfiðum útivelli. Þetta er lið sem vann Feyenoord 3-0 á dögunum."

Solskjær gagnrýndi ekki leikmenn sína eftir leikinn heldur hrósaði hann frammistöðu þeirra.

„Strákarnir áttu meira skilið úr þessum leik. Heppnin hlýtur að fara að snúast við, um leið og þessi hersluatriði falla með okkur munu strákarnir byrja að sjá jákvæðari úrslit."

Solskjær var að lokum spurður út í Jesse Lingard sem virtist vera meiddur á nára í Hollandi.

„Ég held að þetta séu ekki of slæm meiðsli. Hann verður líklegast ekki með gegn Newcastle en ætti að vera klár fyrir leikinn á móti Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner