PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Guðjohnsen snýr aftur á Stamford Bridge
Andri Lucas fer aftur á kunnulegar slóðir
Andri Lucas fer aftur á kunnulegar slóðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst í dag, en það er áhugaverður slagur á Stamford Bridge er Chelsea tekur á móti Gent.

Andri Lucas Guðjohnsen er í liði Gent en hann er að snúa aftur á heimaslóðir.

Framherjinn er fæddur í Lundúnum en faðir hans, Eiður Smári, var þá á mála hjá Chelsea og Andri því tíður gestur á Stamford Bridge.

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos heimsækja Borac til Bosníu. Hörður Björgvin Magnússon er ekki í Evrópuhópnum hjá gríska félaginu þar sem hann er að snúa úr erfiðum meiðslum og því ekki með.

Albert Guðmundsson mun væntanlega spila sinn fyrsta Evrópuleik með Fiorentina sem mætir TNS frá Wales og þá verður Rúnar Alex Rúnarsson í hópnum hjá FCK sem spilar við pólska liðið Jagiellonia.

Leikir dagsins:
16:45 Heidenheim - Olimpija
16:45 Cercle Brugge - St. Gallen
16:45 Astana - Backa Topola
16:45 Dinamo Minsk - Hearts
16:45 Noah - Boleslav
16:45 Legia - Betis
16:45 Molde - Larne FC
16:45 Omonia - Vikingur R.
19:00 Fiorentina - TNS
19:00 Chelsea - Gent
19:00 FCK - Jagiellonia
19:00 Lugano - HJK Helsinki
19:00 Petrocub - Pafos FC
19:00 Borac BL - Panathinaikos
19:00 LASK Linz - Djurgarden
19:00 Shamrock - APOEL
Athugasemdir
banner
banner
banner