Það yrðu gríðarlega óvænt úrslit ef Víkingur myndi vinna lið Omonoia frá Kýpur í Sambandsdeildinni en flautað verður til leiks klukkan 16:45.
Þetta sést bersýnilega þegar stuðlar í veðbönkum eru skoðaðir. Til að mynda er einn frægasti veðbanki heims (bet365) með stuðulinn 1,50 á sigur Omonoia - 4,20 á jafntefli og 6,25 á sigur Víkings. Stuðullinn á Víking hefur hjá einhverjum veðbönkum náð upp í 9,0.
Þetta sést bersýnilega þegar stuðlar í veðbönkum eru skoðaðir. Til að mynda er einn frægasti veðbanki heims (bet365) með stuðulinn 1,50 á sigur Omonoia - 4,20 á jafntefli og 6,25 á sigur Víkings. Stuðullinn á Víking hefur hjá einhverjum veðbönkum náð upp í 9,0.
Lestu um leikinn: Omonoia 4 - 0 Víkingur R.
Omonoia var í þriðja styrkleikaflokki í drættinum og Víkingur í þeim sjötta. Í leikmannahópi liðsins (skv. Wikipedia) eru leikmenn frá 17 löndum.
„Það er leikmenn frá löndum sem menn kannski þekkja ekki mikið til. Í þessum löndum geta dúkkað upp helvíti góðir leikmenn, félagið er með mikið fjármagn og voru sem dæmi að taka inn Stevan Jovetic sem er fyrrum leikmaður Manchester City. Hann er ekki á íslenskum launum, ég get lofað þér því. Sem betur fer er hann ekki að spila á morgun," sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fótbolta.net fyrir leikinn.
Omonoia hefur góða Evrópureynslu frá síðasta ári og var til dæmis í riðli með Manchester United í Evrópudeildinni 2022-23.
Athugasemdir