Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. nóvember 2019 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Russell Martin tekinn við MK Dons (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Russell Martin hefur verið staðfestur sem nýr knattspyrnustjóri MK Dons og er þetta hans fyrsta þjálfarastarf á ferlinum.

Ekki er greint frá hvort Martin verði spilandi þjálfari eða ekki en hann gekk í raðir félagsins í janúar og hefur verið lykilmaður frá komu sinni. Hann lék mikilvægt hlutverk er liðið komst upp í C-deildina í vor.

MK Dons gengið illa að undanförnu og var Paul Tisdale látinn fara eftir tap á heimavelli gegn Tranmere Rovers í gær. Liðið er með 13 stig eftir 16 umferðir og er aðeins komið með eitt stig úr síðustu níu leikjum.

Martin var hjá Norwich í átta ár og lék yfir 100 úrvalsdeildarleiki fyrir félagið. Hann er að vinna í þjálfaragráðu UEFA og eru miklar væntingar bornar til hans í Milton Keynes.

„Við áttuðum okkur á því að Russell væri frábært efni í knattspyrnustjóra skömmu eftir að hann kom til félagsins. Þetta gerðist hraðar en við áttum von á en við erum spenntir fyrir framhaldinu," segir Pete Winkelman, forseti MK Dons.
Athugasemdir
banner
banner
banner