Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. desember 2018 21:20
Arnar Helgi Magnússon
Luka Modric hlaut Ballon d'Or verðlaunin (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Í margra augum er Ballon d'Or gullknötturinn stærstu einstaklingsverðlaun sem fótboltamaður í heiminum getur hlotið.

Luka Modric fékk þessi verðlaun í fyrsta skipti í kvöld við hátíðlega athöfn í París.

Þetta er í fyrsta skipti sem að Luka Modric hlýtur verðlaunin en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skiptst á að vinna verðlaununin síðasta áratuginn.

Modric átti frábært ár en hann vann Meistaradeildina með Real Madrid ásamt því að fara í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins með Króatíu.



Cristiano Ronaldo sem hefur unnið þessi verðlaun fimm sinnum var í öðru sæti í kjörinu. Lionel Messi var í fimmta sæti og það er í fyrsta skipti síðan 2003 sem að hann er ekki í efstu þremur sætunu.

Antonie Griezmann var í öðru sæti í kjörinu en hann varð heimsmeistari með Frökkum og vann Evrópudeildina með Atletico Madrid.

Hér má sjá listann í heild sinni:
29. Isco
29. Lloris
28. Godín
25. Oblak
25. Alisson
25. Mandzukić
22. Cavani
22. Mané
22. Marcelo
19. Firmino
19. Rakitić
19. Sergio Ramos
17. Bale
17. Benzema
16. Agüero
15. Pogba
14. Courtois
13. Luis Suárez
12. Neymar
11. Kanté
10. Kane
9. De Bruyne
8. Hazard
7. Varane
6. Salah
5. Messi
4. Mbappé
3. Griezmann
2. Ronaldo
1. Modrić
Athugasemdir
banner
banner
banner