Hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði aðalliðs Ajax sem tók á móti Blackburn í æfingaleik í dag.
Kristian hefur verið að spila með varaliði félagsins undanfarin ár en hann færist nær aðalliðinu. Hann er í æfingaferð með liðinu á Spáni þessa dagana.
Blackburn vann leikinn 2-0 en Kristian spilaði 68 mínútur í leiknum.
Ajax mætir hollenska liðinu FC Volendam í æfingaleik þann 7. desember og spurning hvort Kristian fái annað tækifæri þar. Hollenska deildin byrjar svo aftur að rúlla í janúar.
Athugasemdir