Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 03. desember 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Giroud ætlar að hætta eftir Evrópumótið
Mynd: EPA
Olivier Giroud, sóknarmaður Milan og franska landsliðsins, ætlar að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Þýskalandi, en hann greindi frá þessu í viðtali við RMC Sport.

Giroud er markahæstur í sögu franska landsliðsins með 56 mörk, fimm mörkum á undan Thierry Henry.

Kylian Mbappe nálgast Giroud óðfluga en hann er í þriðja sætinu með 46 mörk. Hann mun slá metið fyrr eða síðar.

Giroud vann HM með Frökkum fyrir fimm árum síðan en á enn eftir að vinna Evrópumótið. Það er síðasti séns næsta sumar, því sóknarmaðurinn ætlar að kalla þetta gott eftir það ævintýri.

„Eina sem vantar í safnið er EM. Ef við vinnum það þá hætti ég, en það gæti líka vel farið svo að ég hætti þó svo við vinnum ekki mótið. Ég nýt hvers einasta augnabliks. Á HM 2022 sagði ég við nokkra af strákunum að ef við myndum vinna það mót þá ætlaði ég að hætta, en ég er hungraður í vinna titla fyrir þjóð mína. Von mín og metnaður er mikill og ef allt gengur vel þá er það klárlega möguleiki,“ sagði Giroud.
Athugasemdir
banner
banner
banner