Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   sun 03. desember 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn með stórleik í sigri Lyngby
Kolbeinn skoraði og lagði upp.
Kolbeinn skoraði og lagði upp.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson átti stórleik fyrir Íslendingaliðið Lyngby sem vann 2-0 sigur gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni.

Þetta var síðasti deildarleikur Lyngby fyrir vetrarfrí og sigurinn var heldur betur kærkominn því stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu.

Frederik Gytkjær kom Lyngby yfir eftir stoðsendingu Kolbeins á 4. mínútu. Þeir félagar höfðu svo verkaskiptingu á 74. mínútu þegar Gytkjær átti stoðsendingu á Kolbein sem skoraði.

Kolbeinn og Andri Lucas Guðjohnsen voru í byrjunarliði Lyngby og Sævar Atli Magnússon kom inn sem varamaður á 59. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson er á meiðslalistanum. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg.

Lyngby er í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Silkeborg í því fimmta.
Athugasemdir
banner
banner
banner