Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson átti stórleik fyrir Íslendingaliðið Lyngby sem vann 2-0 sigur gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni.
Þetta var síðasti deildarleikur Lyngby fyrir vetrarfrí og sigurinn var heldur betur kærkominn því stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu.
Þetta var síðasti deildarleikur Lyngby fyrir vetrarfrí og sigurinn var heldur betur kærkominn því stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu.
Frederik Gytkjær kom Lyngby yfir eftir stoðsendingu Kolbeins á 4. mínútu. Þeir félagar höfðu svo verkaskiptingu á 74. mínútu þegar Gytkjær átti stoðsendingu á Kolbein sem skoraði.
Kolbeinn og Andri Lucas Guðjohnsen voru í byrjunarliði Lyngby og Sævar Atli Magnússon kom inn sem varamaður á 59. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson er á meiðslalistanum. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg.
Lyngby er í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Silkeborg í því fimmta.
Athugasemdir