Dregið var í þriðju umferð enska bikarsins í gær en Liverpool fær D-deildarlið Accrington Stanley í heimsókn.
Það er alltaf spennandi fyrir neðrideildar liðin að mæta stóru liðunum í úrvalsdeildinni og Josh Woods, framherji Accrington, fagnaði því ógurlega þegar það kom í ljós að liðin myndu mætast.
Woods er mikill stuðningsmaður Liverpool en fjölskyldumeðlimur hans tók upp myndband þar sem Woods var fyrir framan sjónvarpið að horfa á dráttinn.
Hann stökk upp af kæti þegar það var ljóst að Accrington væri á leið á Anfield. Hann var búinn að segja það í viðtali fyrir leik liðsins gegn Swindon í annarri umferð að það yrði draumur að mæta Liverpool í næstu umferð.
Ibrahima Konate sendi Woods skilaboð á samfélagsmiðlinum X og Woods svaraði: „Sjáumst fljótlega"
Dreams do come true wow!?? https://t.co/NV47WxOgC3
— Josh Woods (@_Josh_Woods_) December 2, 2024