Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk drauminn uppfylltan og mætir Liverpool
Mynd: Getty Images

Dregið var í þriðju umferð enska bikarsins í gær en Liverpool fær D-deildarlið Accrington Stanley í heimsókn.

Það er alltaf spennandi fyrir neðrideildar liðin að mæta stóru liðunum í úrvalsdeildinni og Josh Woods, framherji Accrington, fagnaði því ógurlega þegar það kom í ljós að liðin myndu mætast.


Woods er mikill stuðningsmaður Liverpool en fjölskyldumeðlimur hans tók upp myndband þar sem Woods var fyrir framan sjónvarpið að horfa á dráttinn.

Hann stökk upp af kæti þegar það var ljóst að Accrington væri á leið á Anfield. Hann var búinn að segja það í viðtali fyrir leik liðsins gegn Swindon í annarri umferð að það yrði draumur að mæta Liverpool í næstu umferð.

Ibrahima Konate sendi Woods skilaboð á samfélagsmiðlinum X og Woods svaraði: „Sjáumst fljótlega"


Athugasemdir
banner
banner
banner