Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forgangsverkefni fyrir Amorim
Amad Diallo.
Amad Diallo.
Mynd: Getty Images
Amad Diallo hefur verið einn besti leikmaður Manchester United á tímabilinu en framtíð hans er í ákveðinni óvissu.

Núgildandi samningur hans við United rennur út eftir tímabilið.

Amad hefur byrjað alla þrjá leikina hjá Rúben Amorim, nýjum stjóra liðsins, og spilað afar vel. Hann var stórkostlegur í síðasta leik gegn Everton.

Eftir byrjun hans hjá Amorim, þá vill portúgalski stjórinn setja það í forgang að semja við Amad.

Amad getur byrjað að ræða við önnur félög í janúar ef United semur ekki við hann fljótlega. Man Utd er með möguleika um að virkja klásúlu um eins árs framlengingu í samningi hans en félagið á enn eftir að gera það.

The Sun hefur fjallað um að United vilji frekar ná samkomulagi um nýjan langtímasamning en það er spurning hvað gerist á næstu dögum og vikum.
Athugasemdir
banner
banner