Amad Diallo hefur verið einn besti leikmaður Manchester United á tímabilinu en framtíð hans er í ákveðinni óvissu.
Núgildandi samningur hans við United rennur út eftir tímabilið.
Núgildandi samningur hans við United rennur út eftir tímabilið.
Amad hefur byrjað alla þrjá leikina hjá Rúben Amorim, nýjum stjóra liðsins, og spilað afar vel. Hann var stórkostlegur í síðasta leik gegn Everton.
Eftir byrjun hans hjá Amorim, þá vill portúgalski stjórinn setja það í forgang að semja við Amad.
Amad getur byrjað að ræða við önnur félög í janúar ef United semur ekki við hann fljótlega. Man Utd er með möguleika um að virkja klásúlu um eins árs framlengingu í samningi hans en félagið á enn eftir að gera það.
The Sun hefur fjallað um að United vilji frekar ná samkomulagi um nýjan langtímasamning en það er spurning hvað gerist á næstu dögum og vikum.
Athugasemdir