Old Boys Gróttu hélt til Danmerkur í síðasta mánuði og spilaði þar leik gegn B93 í Kaupmannahöfn.
Old Boys Gróttu hafa gert það að hefð að spila reglulega Evrópuleiki þar sem liðið mætir erlendum liðum. Á síðustu árum hefur liðið mætt breskum liðum á borð við Celtic, Rangers, Kilmarnock, Hibernian og Norwich.
Old Boys Gróttu hafa gert það að hefð að spila reglulega Evrópuleiki þar sem liðið mætir erlendum liðum. Á síðustu árum hefur liðið mætt breskum liðum á borð við Celtic, Rangers, Kilmarnock, Hibernian og Norwich.
En núna fannst mönnum kominn tími á að herja á Danmörku þar sem þar er hægt að fá smörrebröd og með því á þessum árstíma.
Leikurinn fór fram föstudaginn 15. nóvember. Flestir úr liðinu ferðuðust út daginn fyrir leik en þann 15. ætluðu þrír leikmenn auk Garðars Guðmundssonar, stofnanda Gróttu og þjálfara og eiganda Old Boys Gróttu, að fljúga til Kaupmannahafnar. En þá gripu veðurguðirnir í taumana og var öllu flugi aflýst þennan morgun.
Því var ákveðið að spila 8 gegn 8 og var íslenska liðið án varamanna og án þjálfarans. Old Boys Gróttu voru hins með varaátlun í þjálfaramálum því Þór Sigurgeirsson, fyrrum stormsenter með Old Boys Gróttu og núverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, var með í för og stýrði liðinu þó ekki gæti hann spilað vegna tveggja mjaðmaskipta.
Skemmst er að segja frá því að Old Boys Gróttu unnu leikinn 4-0. En til að allrar sanngirni sé gætt þá gefa tölurnar ekki rétta mynd af leiknum. B93 stjórnaði leiknum og voru með boltann líklega 65-70% af leiknum. En Old Boys Gróttu vörðust vel og beitti skyndisóknum.
Það var ansi erfitt fyrir íslenska liðið að spila 2x30 án skiptimanna, sérstaklega þegar B93 var með fjóra! En markið hélst hreint og sigur staðreynd. 14-2 tapsins var hefnt að hluta eins og Þór kom inn á í frábærri ræðu sem hann hélt eftir leik á máli innfæddra.
Eftir leik buðu þeir dönsku Old Boys Gróttu upp á bjór og Íslendingarnir buðu Dönunum upp á hákarl og brennivín sem þeir borðuðu af bestu lyst.
Athugasemdir