Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 04. febrúar 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Garnacho mun framlengja við Man Utd
Argentínski táningurinn Alejandro Garnacho er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Manchester United en spænski miðillinn AS segir það svo gott sem klárt.

Garnacho, sem er 18 ára, hefur verið í fantaformi með United á öðru tímabili sínu.

Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í 20 leikjum sínum og er nú nálægt því að ganga frá nýjum samningi við félagið.

Argentínumaðurinn var orðaður við félög á borð við Barcelona og Real Madrid þar sem núgildandi samningur hans rennur út í sumar, en hann hefur samþykkt að skrifa undir hjá United.

Aðeins á eftir að ganga frá ímyndarréttinum og þegar það er klárt verður samningurinn tilkynntur. Nýi samningurinn gildir til 2028.
Athugasemdir
banner