Skoska meistaraliðið Celtic náði að krækja í Ganamanninn Jeffrey Schlupp á láni frá Crystal Palace fyrir lok félagaskiptagluggans í gær.
Schlupp er 32 ára gamall bakvörður sem getur einnig spilað á vængnum en hann var hluti af Englandsmeistaraliði Leicester árið 2016.
Síðustu ár hefur hann spilað með Palace en hlutverk hans hefur minnkað með árunum.
Palace samþykkti að lána hann til Celtic undir lok gluggans og komust pappírarnir til skila í tæka tíð. Hann mun eyða restinni af tímabilinu á láni hjá skoska félaginu en óvíst er hvað hann gerir eftir það.
Samningur hans við Palace rennur út í sumar og er ólíklegt að hann verði hjá Celtic á næsta tímabili þar sem félagið hefur þegar náð samkomulagi við Kieran Tierney um að koma aftur til félagsins frá Arsenal.
???? #WelcomeJeffrey ?????
— Celtic Football Club (@CelticFC) February 3, 2025
???????? Celtic Football Club have signed Crystal Palace player Jeffrey Schlupp on loan until the end of the season, subject to international clearance ??
Welcome to #CelticFC, Jeffrey! ????
Athugasemdir