Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 15:01
Elvar Geir Magnússon
Dragusin: Erfið hindrun framundan
Mynd: Getty Images
Tottenham staðfesti í dag að varnarmaðurinn Radu Dragusin væri á leið í aðgerð eftir að hafa slitið krossband í 3-0 sigri Tottenham á Elfsborg í Evrópudeildinni á fimmtudaginn síðasta.

„Fótboltinn getur gefið þér ótrúlegar stundir en einnig áskoranir, sumar erfiðari en aðrar. Því miður þarf ég nú að takast á við eina af þessum áskorunum," skrifar rúmenski landsliðsmaðurinn á Instagram.

„Ég hef lært það í þessari íþrótt að bak við hverja hindrun er tækifæri til að læra og vaxa. Fótboltinn kennir þér ekki bara hvernig þú átt að vinna, hann kennir þér að berjast þegar hlutirnir verða erfiðir. Það er erfiður kafli framundan en ég mun koma sterkari til baka."

„Þó ég muni ekki verða með liðsfélögum mínum á vellinum þá mun ég styðja þá af öllu hjarta. Bæði hjá Tottenham og með landsliðinu. Ég vil þakka fyrir öll skilaboðin og stuðninginn sem ég hef fengið."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner