Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool lánar Danns til Sunderland (Staðfest)
Mynd: Sunderland
Sunderland hefur staðfest að Jayden Danns sé kominn til félagsins á láni frá Liverpool.

Félagaskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi en Sunderland sendi alla pappíra inn áður en glugginn lokaði. Félagið var svo að opinbera skiptin núna.

Ástæðan fyrir því að þetta tók svo langan tíma er að Danns er að glíma við meiðsli í baki. Það er óljóst hvenær hann getur spilað fyrir Sunderland.

Hann skrifaði undir langtímasamning við Liverpool áður en gengið var frá skiptunum.

Danns er 19 ára gamall sóknarmaður sem hefur vakið athygli með Liverpool þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur komið við sögu í níu leikjum með aðalliðinu og skorað í þeim þrjú mörk.

Núna mun hann fá reynslu með liði sem er að berjast um sæti í ensku úrvalsdeildinni, þegar hann kemur til baka úr meiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner