Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Tvö víti í uppbótartíma á Seltjarnarnesi
Jóhannes Hilmarsson gerði þrennu fyrir Kríu.
Jóhannes Hilmarsson gerði þrennu fyrir Kríu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru fram tveir leikir í C-deild Lengjubikars karla í kvöld. Það var mikil dramatík á Seltjarnarnesi þar sem Kría tók á móti SR.

Gestirnir tóku forystuna tvisvar í leiknum en á 93. mínútu skoraði Jóhannes Hilmarsson úr vítaspyrnu og fullkomnaði þrennu sína. Hann kom þar Kríu yfir í fyrsta sinn en leik var ekki lokið og nokkrum sekúndum síðar fékk SR vítaspyrnu sem Aron Dagur Heiðarsson skoraði úr. Hann jafnaði metin og lokatölur 3-3 í þessum bráðskemmtilega markaleik.

Þá vann Stokkseyri sigur á Berserkjum. Luis Lucas António Cabambe skoraði tvennu fyrir Stokkseyri í 1-3 sigri á Víkingsvellinum.

Öll þessi fjögur lið voru í kvöld að hefja leik í Lengjubikarnum en þau leika öll í 4. deild karla.

Kría 3 - 3 SR
0-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('20)
1-1 Jóhannes Hilmarsson ('43)
1-2 Jakob Óli Bergsveinsson ('68)
2-2 Jóhannes Hilmarsson ('82)
3-2 Jóhannes Hilmarsson ('93, víti)
3-3 Aron Dagur Heiðarsson ('94, víti)

Berserkir 1 - 3 Stokkseyri
0-1 Luis Lucas António Cabambe ('21)
0-2 Jón Jökull Þráinsson ('53)
0-3 Luis Lucas António Cabambe ('69)
1-3 Ólafur Björn Sverrisson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner