Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. mars 2023 12:21
Brynjar Ingi Erluson
Greenwood segir nei við Heimi - Á hann afturkvæmt í enska landsliðið?
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: EPA
Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur hafnað tækifærinu á að spila fyrir landslið Jamaíka, en hann heldur enn í vonina um að geta spilað fyrir enska landsliðið í framtíðinni. Þetta kemur fram í Sun

Englendingurinn hefur ekki æft né spilað fótbolta síðan í byrjun síðasta árs en þá birti kærasta hans myndir af áverkum sínum eftir Greenwood og hljóðupptöku þar sem leikmaðurinn virðist neyða hana til kynmaka.

Lögreglan hóf rannsókn á málinu og var Greenwood settur í bann hjá United á meðan málið var í ferli. Ákærur voru lagðar fram gegn honum en þær voru felldar niður í síðasta mánuði.

Manchester United hefur hafið eigin rannsókn á Greenwood en í framtíðinni verður tekin ákvörðun um hvort hann verði tekinn aftur inn í hópinn eða samningnum rift.

Samkvæmt frétt Sun á Greenwood þó ekki afturkvæmt í landsliðið eða alla vega á meðan hann er við stjórnvölinn en það opnaði á tækifæri fyrir Heimi Hallgrímsson og félaga í Jamaíka til að fá Greenwood í liðið. Heimir er þjálfari Jamaíka

Framherjinn hefur þó hafnað því tækifæri og heldur nú í vonina að hann geti spilað fyrir England í framtíðinni. Gareth Southgate, þjálfari Englands, vill ekki sjá Greenwood, en hann leggur mikið upp úr því að halda góðu jafnvægi í hópnum.

Greenwood á einn landsleik að baki fyrir England en það var gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Hann á því enn möguleika á að skipta um landslið en það er ekki líklegt eins og staðan er í dag.
Athugasemdir
banner
banner