Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 04. mars 2023 11:18
Brynjar Ingi Erluson
Heiðar Snær snýr aftur í KFA (Staðfest)
Heiðar Snær Ragnarsson er kominn aftur í KFA
Heiðar Snær Ragnarsson er kominn aftur í KFA
Mynd: KFA
Vopnfirðingurinn, Heiðar Snær Ragnarsson, er mættur aftur til KFA frá Njarðvík en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Heiðar Snær, sem er fæddur árið 2002, er uppalinn hjá Einherja en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokk með liðinu aðeins 15 ára gamall.

Þar spilaði hann 53 leiki í deild- og bikar áður en hann fór í KFA fyrir tveimur árum.

Á síðasta tímabili skipti hann yfir í Njarðvík og lék 5 leiki með liðinu í 2. deildinni áður en hann var lánaður í KFA um mitt sumar. Nú hefur hann fengið félagaskipti sín yfir í KFA og mun því taka slaginn með liðinu í 2. deildinni.

Fleiri leikmenn verða kynntir hjá KFA á næstu dögum samkvæmt tilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner