Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 04. mars 2023 16:14
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Átti Arsenal að fá víti?
Arsenal er 1-0 undir gegn Bournemouth á Emirates-leikvanginum en síðari hálfleikurinn var að fara af stað. Leikmenn Arsenal vildu vítaspyrnu seint í fyrri hálfleiknum en fengu ekki.

Philip Billing kom Bournemouth yfir eftir ellefu sekúndur og hafa gestirnir varist síðan.

Arsenal vildi fá vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins er Fabio Vieira fór í skallaeinvígi við Chris Mepham.

Boltinn fór af hendinni á Mepham en VAR ákvað að meta það sem svo að þetta hafi farið í efsta hluta ermarinnar og því ekki vítaspyrna.

Dæmi nú hver fyrir sig.

Sjáðu ativkið hér
Athugasemdir
banner
banner