Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. apríl 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir/Stöð 2 
Höskuldur: Gott móment í ljósi hryllingsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, var í viðtali hjá Stöð 2 í gær. Hann ræddi þar bróðurmissinn síðasta sumar.

Hann skoraði gegn ÍA degi eftir að bróðir hans féll frá. Hann kom Breiðablik í 2-0 gegn ÍA og leikar enduðu 2-1.

„Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann," sagði Höskuldur í viðtali við Svövu Grétarsdóttur á Stöð 2.

„Ég fylgdi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins."

„Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“
sagði Höskuldur um bróðurmissinn.

Höskuldur tjáði sig um bróðurmissinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net í janúar. Frétt og útvarpsklippa fylgir hér að neðan.

Skoraði daginn eftir að bróðir hans féll frá - „Vildi gera þetta fyrir hann"

Höskuldur um bróðurmissinn, Blika og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner