Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 14:48
Fótbolti.net
Einn besti varnarmaðurinn geymdur á bekknum
Eiður Aron kom inn af bekknum gegn Blikum.
Eiður Aron kom inn af bekknum gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hrikalega skemmtilegur fótboltaleikur og bæði lið í góðum gír. Þetta boðaði gott fyrir sumarið ef við fáum að sjá fleiri svona leiki. Tempóið var mikið, sótt á báða bóga og skemmtanagildið í hámarki. Bæði lið líta bara vel út eftir pásuna," segir Magnús Már Einarsson í þætti dagsins af Niðurtalningunni.

Hann var þar að ræða um æfingaleik Breiðabliks og Vals sem fram fór um síðustu helgi og endaði með 3-3 jafntefli.

Orri Sigurður Ómarsson og Rasmus Christiansen hafa myndað miðvarðapar Vals í æfingaleikjunum. Rasmus var valinn besti leikmaður 1. deildarinnar í fyrra þegar hann lék með Fjölni á lánssamningi.

„Þetta var sama miðvarðapar og í leiknum gegn Keflavík á undan. Rasmus er frábær miðvörður og kominn á gott skrið eftir meiðslin erfiðu fyrir tveimur árum þegar hann fótbrotnaði illa í Vestmannaeyjum. Hann virðist vera fyrsti maður á blað hjá Heimi, er gríðarlega yfirvegaður og reyndur. Líka varðandi uppspilið að hafa mann sem getur notað vinstri fótinn," segir Magnús.

Orri Sigurður Ómarsson var mikið á bekknum í fyrra en Heimir leggur traust sitt á hann. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur hinsvegar þurft að sætta sig við að byrja á bekknum.

„Orri hefur fengið traustið og mjög áhugavert að Eiður Aron byrji tímabilið á bekknum núna. Hann hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár þó hann hafi ekki átt sitt besta tímabil í fyrra. Það segir sitt um breiddina rosalegu hjá Val."

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Niðurtalningin - Reynsluboltar úr Garðabænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner