Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 04. júní 2022 18:12
Arnar Laufdal Arnarsson
Alfons Sampsted: Ég hefði átt að taka eitt skref til hliðar
Alfons býst við góðu Albönsku liði sem mætir á Laugardalsvöll
Alfons býst við góðu Albönsku liði sem mætir á Laugardalsvöll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið er komið til landsins eftir langt ferðalag frá Ísrael en liðin mættust s.l. fimmtudag þar sem að liðin gerðu 2-2 jafntefli í B-deild þjóðardeildarinnar.

Var eitthvað í þessum mörkum sem Ísland fékk á sig sem Alfons hefði getað gert betur?

"Já sérstaklega fyrra markið, það sem ég hefði átt að gera um leið og hann tekur snertinguna framhjá mér þá hefði ég bara átt að taka eitt skref til hliðar og komið í veg fyrir þetta hlaup upp kantinn þá hefði ekkert gerst og það er eitthvað sem við fórum yfir og lærum vonandi af og kemur vonandi ekki fyrir aftur, ég er alltaf að læra" Sagði Alfons Sampsted í viðtali við Fótbolta.net í dag.


Hvernig fannst Alfonsi samt leikurinn gegn Ísrael í heild sinni? 

"Í heild sinni voru margir jákvæðir hlutir sem við getum tekið með okkur, það koma kaflar sem þeir standa á okkur og eru að þrýsta okkur aftar og aftar og við stöndum ágætlega á móti því. Heilt yfir jákvæðir kaflar en líka kaflar þar sem við getum bætt okkur"

Það er eins og það sé jákvæðari umræða í kringum A-landsliðið núna er Alfons sammála því? 

"Já algjörlega, æðislegt að jákvæðnin sé að skína í gegn. Vonandi er það líka eitthvað sem kemur vegna þess að við erum farnir að líta betur út. Þetta er kannski blanda af því að fólk er að fá smá sumar í sig og við séum farnir að standa okkur aðeins betur og vonandi getum við byggt ofan á þessa frammistöðu og gert enn betur núna á mánudaginn, ef við gerum það þá kannski heldur þróunin og jákvæðnin áfram í sumar"

Íslenska liðið spilar gegn Albaníu á Laugardalsvelli mánudagskvöld klukkan 18:45, við hverju má íslenska liðið búast við af þessu Albanska liði?

"Erfitt að segja akkurat núna þar sem við erum ekki byrjaðir að fara í smáatriðin, erum búnir að eyða tímanum síðan við komum heim í endurheimt og fara yfir leikinn gegn Ísrael. Albanska liðið spilar hart og ´direct´ þeir eru oft með leikmenn sem eru góðir á boltann og blöndu af ágætis leikplani þannig við búumst bara við flottu liði og vonandi erum við með flottara lið til þess að mæta þeim"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Alfons um t.d. tíma sinn hjá Bodo/Glimt.


Athugasemdir
banner
banner
banner