Íslenska landsliðið er komið til landsins eftir langt ferðalag frá Ísrael en liðin mættust s.l. fimmtudag þar sem að liðin gerðu 2-2 jafntefli í B-deild þjóðardeildarinnar.
Var eitthvað í þessum mörkum sem Ísland fékk á sig sem Alfons hefði getað gert betur?
"Já sérstaklega fyrra markið, það sem ég hefði átt að gera um leið og hann tekur snertinguna framhjá mér þá hefði ég bara átt að taka eitt skref til hliðar og komið í veg fyrir þetta hlaup upp kantinn þá hefði ekkert gerst og það er eitthvað sem við fórum yfir og lærum vonandi af og kemur vonandi ekki fyrir aftur, ég er alltaf að læra" Sagði Alfons Sampsted í viðtali við Fótbolta.net í dag.
Hvernig fannst Alfonsi samt leikurinn gegn Ísrael í heild sinni?
"Í heild sinni voru margir jákvæðir hlutir sem við getum tekið með okkur, það koma kaflar sem þeir standa á okkur og eru að þrýsta okkur aftar og aftar og við stöndum ágætlega á móti því. Heilt yfir jákvæðir kaflar en líka kaflar þar sem við getum bætt okkur"
Það er eins og það sé jákvæðari umræða í kringum A-landsliðið núna er Alfons sammála því?
"Já algjörlega, æðislegt að jákvæðnin sé að skína í gegn. Vonandi er það líka eitthvað sem kemur vegna þess að við erum farnir að líta betur út. Þetta er kannski blanda af því að fólk er að fá smá sumar í sig og við séum farnir að standa okkur aðeins betur og vonandi getum við byggt ofan á þessa frammistöðu og gert enn betur núna á mánudaginn, ef við gerum það þá kannski heldur þróunin og jákvæðnin áfram í sumar"
Íslenska liðið spilar gegn Albaníu á Laugardalsvelli mánudagskvöld klukkan 18:45, við hverju má íslenska liðið búast við af þessu Albanska liði?
"Erfitt að segja akkurat núna þar sem við erum ekki byrjaðir að fara í smáatriðin, erum búnir að eyða tímanum síðan við komum heim í endurheimt og fara yfir leikinn gegn Ísrael. Albanska liðið spilar hart og ´direct´ þeir eru oft með leikmenn sem eru góðir á boltann og blöndu af ágætis leikplani þannig við búumst bara við flottu liði og vonandi erum við með flottara lið til þess að mæta þeim"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Alfons um t.d. tíma sinn hjá Bodo/Glimt.