Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvað gerist næst hjá Andra Fannari? - „Þetta er í höndunum á Bologna"
Andri Fannar er á láni hjá Elfsborg frá ítalska félaginu Bologna.
Andri Fannar er á láni hjá Elfsborg frá ítalska félaginu Bologna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Elfsborg.
Í leik með Elfsborg.
Mynd: Guðmundur Svansson
„Þetta er í höndunum á Bologna," sagði miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson við Fotbollskanalen á dögunum.

Andri er á láni hjá sænska félaginu Elfsborg frá Bologna en lánssamningurinn er að renna út. Andri veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, veit ekki hvar hann spilar í haust.

Andri kom á láni frá Bologna síðasta sumar og hefur verið í stóru hlutverki hjá Elfsborg frá komu sinni. Hann er 22 ára og hefur verið lykilmaður í U21 landsliðinu í nokkur ár.

Hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Elfsborg. Sænska deildin er komin í frí fram yfir mánaðamótin og óvíst hvort að Elfsborg nái að halda Andra hjá sér.

Andri ræddi við Fotbollskanalen eftir tapið gegn Gautaborg um helgina.

„Þetta gæti hafa verið minn síðasta leikur fyrir Elsborg. Ég hreinlega veit það ekki. Akkúrat núna er þetta í höndum Bologna. Þeir hafa enn smá tíma til að taka ákvörðun."

„Já, ég væri til í að vera áfram, en þetta er ekki í mínum hödnum. Ég hef verið mjög ánægður hér. Þeir hafa trú á mér og mér líður eins og félagið sé fjölskylda. En ég er einnig hrifinn af Bologna, svo sama hvar ég verð, þá mun ég njóta þess og gera allt fyrir liðið."

„Við munum fara á fund með Bologna og Elfsborg og sjáum hvað gerist,"
sagði Andri sem hefur leikið 27 leiki fyrir Elfsborg.

Hann er samningsbundinn Bologna fram á næsta sumar. Hann hefur fundið sig vel hjá Elfsborg eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á félagsliðaferlinum þar á undan. Hann var lánaður til FCK og NEC Nijmegen þar sem hlutirnir gengu ekki jafn vel og þeir hafa gert hjá Elfsborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner