„Við byrjuðum ágætlega, en við gáfum þeim seinna markið og besta liðið á Íslandi þarf ekki á því að halda að við séum að gefa þeim mörk," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar R., eftir 3-0 tap gegn FH í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 FH
Þróttur féll því úr leik í Borgunarbikarnum, en liðið er næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar. Liðið mætir Fylki í mikilvægum leik á mánudaginn.
„Það er risastór leikur framundan á mánudaginn og við gerum okkur alveg vel grein fyrir því hversu mikilvægur hann er."
„Við getum tekið jákvæða hluti úr þessum leik og við getum tekið jákvæða hluti út frá síðustu vikum. Það eru komnir margir nýjir leikmenn í liðið, en við erum á leið í rétta átt."
„Við erum að verða betri og við þurfum á úrslit á mánudaginn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir

























