Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   lau 04. júlí 2020 16:40
Kristófer Jónsson
Ási Arnars: Stór atriði sem að þarf að skoða
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll eftir 2-1 tap sinna manna gegn Fylki í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrstu viðbrögð eru reiði og svekkelsi að fá ekkert úr þessum leik. Mér fannst strákarnir standa sig frábærlega og voru miklu betri í þessum leik." sagði Ási eftir leik

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 Fylkir

Fyrra mark Fylkis kom úr vítaspyrnu sem að Fjölnismenn voru ekki parsáttir við að fá á sig.

„Eftir tapleiki vill maður ekki kommenta á dómarann þar sem að við verðum að horfa á okkur og hvað við getum gert betur. En það eru stór atriði í þessum leik sem að þarf að skoða. Vítið sem að þeir fá, vítið sem að við fáum ekki, mark sem að við skorum sem að er dæmt af og mark sem að þeir skora sem að stendur er allt eitthvað sem að þarf að skoða." sagði Ási um dómgæsluna í dag.

Tveir nýjir leikmenn komu inná af varamannabekk Fjölnis en það eru þeir Christian Sivebæk og Peter Zachan sem að komu á gluggadeginum. Grótta fékk einnig leikmann á gluggadeginum sem að þeir sendu í sóttkví en það kom ekki til greina hjá Fjölni.

„Við fórum eftir öllum settum reglum og viljum að sjálfsögðu standa okkar plikt. Þeir voru skimaðir við komu og höfðu verið skimaðir reglulega áður og koma af öruggum svæðum. Ég tel það líklegra að þeir smitist hér heldur en að þeir komi með smit." sagði Ásti aðspurður um málið.

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner