Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 04. júlí 2020 16:40
Kristófer Jónsson
Ási Arnars: Stór atriði sem að þarf að skoða
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll eftir 2-1 tap sinna manna gegn Fylki í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrstu viðbrögð eru reiði og svekkelsi að fá ekkert úr þessum leik. Mér fannst strákarnir standa sig frábærlega og voru miklu betri í þessum leik." sagði Ási eftir leik

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 Fylkir

Fyrra mark Fylkis kom úr vítaspyrnu sem að Fjölnismenn voru ekki parsáttir við að fá á sig.

„Eftir tapleiki vill maður ekki kommenta á dómarann þar sem að við verðum að horfa á okkur og hvað við getum gert betur. En það eru stór atriði í þessum leik sem að þarf að skoða. Vítið sem að þeir fá, vítið sem að við fáum ekki, mark sem að við skorum sem að er dæmt af og mark sem að þeir skora sem að stendur er allt eitthvað sem að þarf að skoða." sagði Ási um dómgæsluna í dag.

Tveir nýjir leikmenn komu inná af varamannabekk Fjölnis en það eru þeir Christian Sivebæk og Peter Zachan sem að komu á gluggadeginum. Grótta fékk einnig leikmann á gluggadeginum sem að þeir sendu í sóttkví en það kom ekki til greina hjá Fjölni.

„Við fórum eftir öllum settum reglum og viljum að sjálfsögðu standa okkar plikt. Þeir voru skimaðir við komu og höfðu verið skimaðir reglulega áður og koma af öruggum svæðum. Ég tel það líklegra að þeir smitist hér heldur en að þeir komi með smit." sagði Ásti aðspurður um málið.

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner