Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 04. júlí 2020 16:40
Kristófer Jónsson
Ási Arnars: Stór atriði sem að þarf að skoða
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll eftir 2-1 tap sinna manna gegn Fylki í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrstu viðbrögð eru reiði og svekkelsi að fá ekkert úr þessum leik. Mér fannst strákarnir standa sig frábærlega og voru miklu betri í þessum leik." sagði Ási eftir leik

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 Fylkir

Fyrra mark Fylkis kom úr vítaspyrnu sem að Fjölnismenn voru ekki parsáttir við að fá á sig.

„Eftir tapleiki vill maður ekki kommenta á dómarann þar sem að við verðum að horfa á okkur og hvað við getum gert betur. En það eru stór atriði í þessum leik sem að þarf að skoða. Vítið sem að þeir fá, vítið sem að við fáum ekki, mark sem að við skorum sem að er dæmt af og mark sem að þeir skora sem að stendur er allt eitthvað sem að þarf að skoða." sagði Ási um dómgæsluna í dag.

Tveir nýjir leikmenn komu inná af varamannabekk Fjölnis en það eru þeir Christian Sivebæk og Peter Zachan sem að komu á gluggadeginum. Grótta fékk einnig leikmann á gluggadeginum sem að þeir sendu í sóttkví en það kom ekki til greina hjá Fjölni.

„Við fórum eftir öllum settum reglum og viljum að sjálfsögðu standa okkar plikt. Þeir voru skimaðir við komu og höfðu verið skimaðir reglulega áður og koma af öruggum svæðum. Ég tel það líklegra að þeir smitist hér heldur en að þeir komi með smit." sagði Ásti aðspurður um málið.

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner