Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 04. júlí 2020 16:40
Kristófer Jónsson
Ási Arnars: Stór atriði sem að þarf að skoða
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll eftir 2-1 tap sinna manna gegn Fylki í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrstu viðbrögð eru reiði og svekkelsi að fá ekkert úr þessum leik. Mér fannst strákarnir standa sig frábærlega og voru miklu betri í þessum leik." sagði Ási eftir leik

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 Fylkir

Fyrra mark Fylkis kom úr vítaspyrnu sem að Fjölnismenn voru ekki parsáttir við að fá á sig.

„Eftir tapleiki vill maður ekki kommenta á dómarann þar sem að við verðum að horfa á okkur og hvað við getum gert betur. En það eru stór atriði í þessum leik sem að þarf að skoða. Vítið sem að þeir fá, vítið sem að við fáum ekki, mark sem að við skorum sem að er dæmt af og mark sem að þeir skora sem að stendur er allt eitthvað sem að þarf að skoða." sagði Ási um dómgæsluna í dag.

Tveir nýjir leikmenn komu inná af varamannabekk Fjölnis en það eru þeir Christian Sivebæk og Peter Zachan sem að komu á gluggadeginum. Grótta fékk einnig leikmann á gluggadeginum sem að þeir sendu í sóttkví en það kom ekki til greina hjá Fjölni.

„Við fórum eftir öllum settum reglum og viljum að sjálfsögðu standa okkar plikt. Þeir voru skimaðir við komu og höfðu verið skimaðir reglulega áður og koma af öruggum svæðum. Ég tel það líklegra að þeir smitist hér heldur en að þeir komi með smit." sagði Ásti aðspurður um málið.

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan.
Athugasemdir