Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar í Leikni áttu ekki mikla möguleika í ljóngrimma Selfyssinga í Inkassodeildinni í kvöld.
"Selfoss var bara mun betri aðilinn í leiknum, alveg frá upphafi leiksins. Við fórum aldrei í gang, öll mörkin sem við fáum á okkur koma í kjölfar innkasta og það að fá á sig þessi mörk sýnir hversu slakir við vorum".
"Selfoss var bara mun betri aðilinn í leiknum, alveg frá upphafi leiksins. Við fórum aldrei í gang, öll mörkin sem við fáum á okkur koma í kjölfar innkasta og það að fá á sig þessi mörk sýnir hversu slakir við vorum".
Er einhverja skýringu að finna á meintu andleysi Leiknis í kvöld?
"Okkur fannst liðið ekki andlaust fyrir leikinn og í upphituninni. Það virtust allir vera "on" en einhvern veginn fer þetta stundum svona. Við vorum bara öskraðir í kaf og vorum á eftir í öllum návígjum, þá verður þetta erfitt".
Halldór fyrirliði Leiknis fékk rautt spjald á 42.mínútu, hvað fannst Kristjáni um þann dóm?
"Staðan er orðin 0-2 í leiknum en þetta bætti ekki úr skák. Selfyssingar og dómarinn vilja meina að um olnbogaskot hafi verið að ræða, ég er búinn að sjá þetta atvik og það er ekki um olnbogaskot að ræða. Það heyrðist líka að aðstoðardómarinn sá ekki atvikið og dómarinn ekki heldur og samt er rautt spjald. Sá eini sem mér finnst eiga að fá rautt spjald er lýsandinn á Stöð tvö fannst mér, hann fór alveg öfugt í þetta".
Í lok leiks var Fannar Þór Arnarsson borinn af velli eftir mikið samstuð, hvað henti þar?
"Hann rotaðist og er á sjúkrahúsi, við vitum ekki meira".
Nánar er rætt við Kristján í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir























