Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 04. ágúst 2021 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Man City og Aston Villa ná saman um Grealish - „Here we go!"
Jack Grealish verður leikmaður Manchester City á næstu dögum
Jack Grealish verður leikmaður Manchester City á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano, helsti sérfræðingur heimsins um félagaskipti, segir að Manchester City og Aston Villa hafi náð saman um Jack Grealish og að hann verði kynntur á næstu dögum.

Villa og Man City hafa verið í viðræðum um Grealsih síðustu vikur og er nú samkomulag í höfn.

City borgar 100 milljónir punda fyrir Grealish og fær hann fimm ára samning.

Búið er að ganga frá samkomulaginu og skrifa undir samninga en Grealish fer í læknisskoðun á morgun og verður væntanlega kynntur fyrir helgi.

Fabrizio notar frasann þekkta „Here We Go" og þýðir það að allt er klappað og klárt og því aðeins að bíða eftir staðfestingu frá félögunum.

Grealish verður dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en núverandi eigandi metsins er Paul Pogba. Hann var keyptur til Manchester United frá Juventus árið 2016 fyrir ríflega 89 milljónir punda.

Chelsea gæti bætt metið eftir nokkra daga en félagið er í viðræðum við Inter um kaup á Romelu Lukaku. Chelsea er að undirbúa 110 milljón punda tilboð. Þá gæti Manchester City keypt Harry Kane frá Tottenham en félagið er reiðubúið að greiða 130 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner