Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 04. ágúst 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs um nýja Danann: Strákur sem datt upp í hendurnar á okkur
Óli Stígs á hliðarlínunni í gær
Óli Stígs á hliðarlínunni í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Malthe Rasmussen gekk í raðir Fylkis fyrir lok félagaskiptagluggans. Malthe er 24 ára danskur sóknarmaður sem spilaði í þriðju efstu deild í Danmörku á síðasta tímabili.

Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, var spurður út í komu Malthe í viðtali eftir leikinn gegn Leikni í gær.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

„Þetta er strákur sem datt upp í hendurnar á okkur. Hann er að koma hingað í skóla og fékk að æfa með okkur, styrkir hópinn okkar vel og hann á vonandi eftir að fá einhverjar mínútur í sumar," sagði Ólafur Ingi í gær.

Malthe er kominn með leikheimild en sat allan tímann á varamannabekknum í gær.


Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Athugasemdir
banner