Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. ágúst 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Samkeppni er bara af hinu góða, það er bara besta mál"
Ragnar og Orri Sveinn.
Ragnar og Orri Sveinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir í leiknum í gær.
Ásgeir í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Ásgeir Eyþórsson og Orri Sveinn Stefánsson áttu góðan leik saman í miðverðinum hjá Fylki í gær. Samkeppnin við þá er að harðna því landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er genginn í raðir Fylkis.

Þá er fyrir Torfi Tímoteus Gunnarsson sem kom frá Fjölni fyrir tímabilið. Ásgeir átti góðan leik í gær og var til viðtals eftir leikinn í gær.

Er það koma Ragnars sem er að sitja ykkur upp á tærnar?

„Ég held að koma Ragnars hafi mjög jákvæð áhrif á hópinn. Maður fann það í vikunni að þegar þú færð svona gæja inn vilja menn aðeins sýna sig og tempóið fór aðeins upp. Ég held að það hafi aðeins ýtt við mönnum sem er mjög jákvætt, samkeppni er bara af hinu góða, það er bara besta mál," sagði Ásgeir.

„Ragnar er mikill karakter, er að koma aftur eftir meiðsli og hefur ekki verið með 100% á æfingum en er að koma sér hægt og rólega inn í þetta."

Þú getur alveg séð þig fyrir þér að spila við hlið hans? „Já, klárlega. Það hljómar vel."

Ólafur Stígsson var spurður hvort að Ragnar myndi byrja næsta leik Fylkis.

„Það kemur í ljós. Hann er að koma hægt og rólega inn í þetta eftir að hafa ekki spilað fótbolta í smá tíma. Hann gefur okkur svo mikið inn á æfingasvæðinu og núna erum við að halda hreinu í fyrsta skipti í ansi langan tíma og kannski eru það áhrifin sem Raggi kemur með inn í hópinn."

Sjá einnig:
„Það stíga allir upp þegar þú ert að æfa með svona gæja"

Ásgeir Eyþórs: Ég eiginlega skil ekki hvernig
Athugasemdir
banner
banner