Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 04. ágúst 2022 11:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Lech komu snemma til Íslands og vöknuðu við jarðskjálfta
Víkingar mæta Lech Poznan í kvöld.
Víkingar mæta Lech Poznan í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mæta Víkingar liði Lech Poznan frá Póllandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Þetta verður erfitt verkefni fyrir Íslands- og bikarmeistara Víkinga en þeir hafa mikla trú á sér.

Það er athyglisvert að leikmenn Lech Poznan hafa dvalið hér á Íslandi síðan á þriðjudaginn í undirbúningi sínum fyrir þennan leik. Pólska úrvalsdeildin er nýhafin og spilaði Lech gegn Wisla Plock á sunnudag. Liðið tapaði 1-3 og er sem stendur á botni deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki.

Liðið ákvað að ferðast til Íslands snemma eftir erfiða byrjun í pólsku deildinni og ná góðum undirbúningi hér á landi fyrir þennan mikilvæga leik.

Fram kemur í pólskum fjölmiðlum að leikmenn hafi orðið varir við jarðskjálftana síðustu daga og hafi þeir vaknað við stóran jarðskjálfta um miðja nótt fyrr í þessari viku.

Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi í gær og hafa pólskir fjölmiðlar velt því fyrir sér hvort leikurinn í kvöld sé í hættu, en svo er svo sannarlega ekki. Leikurinn mun fara fram.

Hann hefst í kvöld klukkan 18:45 og mun Fótbolti.net auðvitað fylgjast vel með gangi mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner