Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. ágúst 2022 12:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martial meiddur - Byrjar Ronaldo fyrsta leik?
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial er meiddur og mun missa af fyrsta deildarleik Manchester United á tímabilinu.

Martial hefur litið nokkuð vel út á undirbúningstímbilinu eftir að hafa átt afskaplega erfitt uppdráttar á síðasta tímabili.

Man Utd mætir Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, en Martial verður ekki með þar vegna meiðsla. Það er The Athletic sem greinir frá þessu.

Það er vonast til þess að Martial muni snúa aftur fyrir leikinn gegn Brentford 13. ágúst.

Það verður áhugavert að sjá hver verður fremsti maður Man Utd gegn Brighton en Martial var ansi líklegur til að byrja sem nían.

Cristiano Ronaldo hefur verið pirraður á þessu undirbúningstímabili og vill yfirgefa félagið. Hann sneri nýverið til baka til æfinga hjá United og spilaði gegn Rayo Vallecano í æfingaleik á dögunum. Það er eini æfingaleikurinn sem hann hefur spilað í sumar. Er hann klár í slaginn?

Marcus Rashford er annar möguleiki fyrir United í níustöðuna.

Leikur Man Utd og Brighton fer fram klukkan 13:00 næstkomandi sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner