Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 04. september 2017 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Eyjólfur: Gerum of mikið af mistökum
Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, var svekktur með 3-2 tapið gegn Albaníu í dag. Hann sá þó margt jákvætt í leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  3 Albanía U21

„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við erum að gera of mikil mistök og missum einbeitinguna þegar við erum að skora og erum enn að fagna. Það er svekkjandi að halda það ekki út og vera klókari í okkar leik," sagði Eyjólfur við Fótbolta.net.

Ísland komst yfir er Axel Óskar Andrésson skoraði eftir hornspyrnu en aðeins mínútu síðar jöfnuðu gestirnir.

„Mér fannst svekkjandi að vinnuframlagið þeirra var svolítið meira en okkar. Við vorum alltof stilltir á vellinum, þurfum að bæta það og vera fastari fyrir."

Föstu leikatriðin hjá Íslandi gengu upp. Bæði mörkin komu eftir slík og það var lagt mikið upp úr þeim fyrir leikinn.

„Þau voru af æfingasvæðinu. Það var jákvætt og það gekk upp en við þurfum að bæta varnarleikinn."

Ísland spilaði 4-4-2 í dag en Albert Guðmundsson virkaði þó í frjálsu hlutverki.

„Hann kemur mikið í boltann þegar við eigum erfitt með að byggja upp og hann átti mjög góðan leik í dag og er mikið talent," sagði hann ennfremur.

Ísland spilar nú fimm útileiki í röð í undankeppninni en hann sagði það hafa hitt bara þannig á.

„Það hittist þannig á og er mjög sérstakt. Ég hef aldrei upplifað þetta áður en við verðum að vera með góðan varnarleik, bæta það og vera fastir fyrir."

Mikael Neville Anderson var ekki í leikmannahóp Íslands en hann var ekki kominn með leikheimild.

„Hann er öflugur leikmaður og það hefði verið plús," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner