Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 04. september 2017 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Eyjólfur: Gerum of mikið af mistökum
Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, var svekktur með 3-2 tapið gegn Albaníu í dag. Hann sá þó margt jákvætt í leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  3 Albanía U21

„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við erum að gera of mikil mistök og missum einbeitinguna þegar við erum að skora og erum enn að fagna. Það er svekkjandi að halda það ekki út og vera klókari í okkar leik," sagði Eyjólfur við Fótbolta.net.

Ísland komst yfir er Axel Óskar Andrésson skoraði eftir hornspyrnu en aðeins mínútu síðar jöfnuðu gestirnir.

„Mér fannst svekkjandi að vinnuframlagið þeirra var svolítið meira en okkar. Við vorum alltof stilltir á vellinum, þurfum að bæta það og vera fastari fyrir."

Föstu leikatriðin hjá Íslandi gengu upp. Bæði mörkin komu eftir slík og það var lagt mikið upp úr þeim fyrir leikinn.

„Þau voru af æfingasvæðinu. Það var jákvætt og það gekk upp en við þurfum að bæta varnarleikinn."

Ísland spilaði 4-4-2 í dag en Albert Guðmundsson virkaði þó í frjálsu hlutverki.

„Hann kemur mikið í boltann þegar við eigum erfitt með að byggja upp og hann átti mjög góðan leik í dag og er mikið talent," sagði hann ennfremur.

Ísland spilar nú fimm útileiki í röð í undankeppninni en hann sagði það hafa hitt bara þannig á.

„Það hittist þannig á og er mjög sérstakt. Ég hef aldrei upplifað þetta áður en við verðum að vera með góðan varnarleik, bæta það og vera fastir fyrir."

Mikael Neville Anderson var ekki í leikmannahóp Íslands en hann var ekki kominn með leikheimild.

„Hann er öflugur leikmaður og það hefði verið plús," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner