Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. september 2020 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sá Quashie í Nammilandi í Hagkaup og varð starstruck"
Stuðningsmaður West Ham - Tómas Steindórsson
Gömul af Tómasi og Dagný Brynjars. West Ham gengið á Hellu.
Gömul af Tómasi og Dagný Brynjars. West Ham gengið á Hellu.
Mynd: Tommisteindórs
Mark Noble.
Mark Noble.
Mynd: Getty Images
Eggert og Ljungberg.
Eggert og Ljungberg.
Mynd: Getty Images
GSB Out
GSB Out
Mynd: Getty Images
Nigel Quashie
Nigel Quashie
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hitar vel upp fyrir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

West Ham er spáð 14. sæti deildarinnar.

Tómas Steindórsson er mikill stuðningsmaður Hamranna og hann svaraði nokkrum laufléttum spurningum.

Ég byrjaði að halda með West Ham af því að... Pabbi heldur með þeim. Hann náði að sannfæra mig og við náðum í sameiningu að sannfæra Dagný Brynjars um að halda með West Ham. Þá var komið gott West Ham gengi á Hellu og svo bættist Baldur bróðir minn í hópinn.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er?
Tímabilið byrjaði ágætlega og eftir sannfærandi sigur á móti Man Utd í sjöttu umferð var maður byrjaður að gæla viðEevrópusæti. Í næsta leik meiddist Lukas Fabianski og Roberto, vinur Alfreðs Finnboga, fór í markið. Hann var það lélegur að það C deildar markmaðurinn David Martin var settur í rammann, Pellegrini rekinn, Moyes ráðinn en það skipti ekki máli, stigin fram að covid voru frekar fá og ekkert nema fall blasti við. Sá Útvaldi náði þó að stilla saman strengi í covid pásunni og janúar kaupin hans, Bowen og Soucek, voru frábærir ásamt Antonio uppá topp og heilum Fabianski í markinu. Maður var sáttur við að liðið væri enn í deild þeirra bestu eftir tímabil en heilt yfir mikil vonbrigði.

Mér líst ekkert sérstaklega á komandi tímabil, enginn nýr leikmaður kominn í liðið og maður er skítstressaður á að Chelsea sé að kaupa Declan Rice. Hinsvegar áttu leikmenn eins og t.d Haller, Yarmolenko, Felipe Anderson mjög slappt tímabil í fyrra og maður vonast til að þeir stígi upp og Soucek, Bowen og Antonio haldi uppteknum hætti.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Ég hef farið tvisvar á Upton Park. Í fyrra skiptið sá ég liðið tapa á móti Watford 0-1 í hörmulegum leik en í seinna skiptið sá ég þá spila á móti Tottenham í 1-1 jafntefli þar sem svikarinn Jermaine Defoe klúðraði víti í uppbótartíma. Var á leiðinni á Ólimpíuleikvanginn í maí en því var cancellað svo ég set stefnuna á að fara þangað um leið og Englendingar opna hliðin.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag?
Mark Noble er nátturlega automatískt í fyrsta sæti en ég er líka næstharðasti Michail Antonio maður landsins á eftir Baldri bróðir mínum. Declan Rice fær svo bronsið ef hann verður áfram.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Manuel Lanzini. Eins og hann var frábær framan af þá er sá gæi löngu búinn að missa alla töfra sem hann hafði í skónum. Finnst líklegt að eitthvað tyrkneskt lið asnist til að kaupa hann, það væri flott.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Declan Rice. Ekki að ástæðulausu að hann er orðinn byrjunarliðsmaður í Englandi, þetta er einn sá besti ef ekki besti ball winning miðjumaður deildarinnar. Svo er hann alltaf að æfa skotfótinn og má gera ráð fyrir 3-4 slummum frá honum á þessu tímabili.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja...
Kevin De Bruyne. Hann, Soucek og Rice yrðu flottir saman í tigulmiðju með Mark Noble í holunni.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Þegar Pellegrini var rekinn vissi ég ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar Moyes var orðaður við starfið, hefði frekar tekið Big Sam á þeim tímapunkti. Þetta byrjaði líka mjög illa hjá honum og ég var sannfærður um að hann væri að stýra okkur niður í B deild. En sá útvaldi sokkaði mig eftir covid pásuna og hann virðist vera mjög vel liðinn á meðal leikmanna og ef Mark Noble er sáttur þá er ég sáttur.

Einhver ein merkileg saga eða minning sem tengist þér og félaginu?
Ég man hvað ég var glaður þegar Eggert og Björgúlfur keyptu alvöru skoskan harðhaus á miðjuna í janúar 2007. Hann varð strax minn maður og ég lét merkja treyjuna með hans nafni þegar ég mætti á Upton Park um haustið. Þetta var enginn annar en Nigel Quashie sem átti eftir að spila fyrir ÍR og BÍ/Bolungarvík nokkrum árum seinna. Ég lét aldrei verða af því að hitta á hann og láta hann árita treyjuna en ég er líklega sá eini í heiminum sem á treyju með hans nafni, fyrir utan kannski frænda hans. Ég sá hann samt í Nammilandi í Hagkaup Skeifunni og varð starstruck.

Boleyn Ground (Upton Park) eða London Stadium?
Ég tek Upton Park þó svo að stemningin hafi ekki alltaf uppá marga fiska þar. Margir stuðningsmenn láta eins og stemmningin þar hafi alltaf verið eins og hún var kveðjutímabilið 2015/16 en það er bara ekki satt. Ólympíuvöllurinn er nátturlega ekki fótboltavöllur eins og staðan er núna en ef þeir grafa stúkuna nær vellinum eins og planið er þá ætti að geta myndast góð stemmning með 60.000 manns þar þó svo að fýlupokar segi annað. Ég mun allavega syngja og tralla og vera með stemmningu þegar ég mæti þangað í náinni framtíð.

Er almenn ánægja með eignarhaldið á félaginu?
Alls ekki. Klámkóngarnir David Gold og David Sullivan ásamt Karen Brady hafa líklega aldrei verið óvinsælli á meðal stuðningsmanna. Ég er frekar rólegur eins og er, þeir rifu upp veskið í janúar þegar þess þurfti en ef það koma ekki alvöru bakverðir í liðið fljótlega þá mun ég byrja að nota hashtaggið #GSBOUT á twitter eins og vinir mínir í Englandi gera óspart þessa dagana.

Í hvaða sæti mun West Ham enda á tímabilinu?
Ætla ekki að fara framúr mér og segi 14 sæti.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner