Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 04. september 2022 21:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Ég mun skora í næsta leik
Adam Ægir Pálsson var maður leiksins.
Adam Ægir Pálsson var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Stjörnumenn í Garðabæinn nú í kvöld í loka leik dagsins í 20.umferð Bestu deildar karla.

Keflvíkingar höfðu fyrir leikinn tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og var því kærkomið fyrir gestinna að sunnan að komast aftur á sigurbraut.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Keflavík

„Bara geðveik og gott að ná þessum stoðsendingum og geggjað að ná að vinna." Sagði glaður Adam Ægir Pálsson eftir leik en hann lagði upp bæði mörk Keflavíkur í kvöld og því réttilega maður leiksins.

Adam Ægir lagði upp bæði mörk Keflavíkur en var svo ekki langt frá því að skora sjálfur en hann var flaggaður rangstæður undir lok leiks þegar hann hafði náð að koma boltanum yfir línuna.

„Ég átti nokkur góð skot og eitt rangstöðumark sem ég veit ekki hvort að hafi verið rangstæða en svona er þetta og þetta kemur í næsta leik, ég mun skora í næsta leik."

Keflvíkingar mæta Víkingi R. í næstu umferð og því mun Adam Ægir ekki spila þann leik en hann er á láni hjá Keflavík frá Víkingum.

„Það er geggjaður leikur næst, Keflavík-Víkingur það eru tvö af mínum bestu liðum og það verður spennandi að sjá hann en svo er þetta bara úrslitaleikur á móti Fram sem við stefnum á að vinna."

Ertu búin að gera það upp við þig hvor meginn í stúkunni þú verður á móti Víking?

„Ætli ég verði ekki bara mitt á milli".


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner