Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 04. september 2022 21:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Ég mun skora í næsta leik
Adam Ægir Pálsson var maður leiksins.
Adam Ægir Pálsson var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Stjörnumenn í Garðabæinn nú í kvöld í loka leik dagsins í 20.umferð Bestu deildar karla.

Keflvíkingar höfðu fyrir leikinn tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og var því kærkomið fyrir gestinna að sunnan að komast aftur á sigurbraut.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Keflavík

„Bara geðveik og gott að ná þessum stoðsendingum og geggjað að ná að vinna." Sagði glaður Adam Ægir Pálsson eftir leik en hann lagði upp bæði mörk Keflavíkur í kvöld og því réttilega maður leiksins.

Adam Ægir lagði upp bæði mörk Keflavíkur en var svo ekki langt frá því að skora sjálfur en hann var flaggaður rangstæður undir lok leiks þegar hann hafði náð að koma boltanum yfir línuna.

„Ég átti nokkur góð skot og eitt rangstöðumark sem ég veit ekki hvort að hafi verið rangstæða en svona er þetta og þetta kemur í næsta leik, ég mun skora í næsta leik."

Keflvíkingar mæta Víkingi R. í næstu umferð og því mun Adam Ægir ekki spila þann leik en hann er á láni hjá Keflavík frá Víkingum.

„Það er geggjaður leikur næst, Keflavík-Víkingur það eru tvö af mínum bestu liðum og það verður spennandi að sjá hann en svo er þetta bara úrslitaleikur á móti Fram sem við stefnum á að vinna."

Ertu búin að gera það upp við þig hvor meginn í stúkunni þú verður á móti Víking?

„Ætli ég verði ekki bara mitt á milli".


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner