Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 04. september 2022 21:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Ég mun skora í næsta leik
Adam Ægir Pálsson var maður leiksins.
Adam Ægir Pálsson var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Stjörnumenn í Garðabæinn nú í kvöld í loka leik dagsins í 20.umferð Bestu deildar karla.

Keflvíkingar höfðu fyrir leikinn tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og var því kærkomið fyrir gestinna að sunnan að komast aftur á sigurbraut.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Keflavík

„Bara geðveik og gott að ná þessum stoðsendingum og geggjað að ná að vinna." Sagði glaður Adam Ægir Pálsson eftir leik en hann lagði upp bæði mörk Keflavíkur í kvöld og því réttilega maður leiksins.

Adam Ægir lagði upp bæði mörk Keflavíkur en var svo ekki langt frá því að skora sjálfur en hann var flaggaður rangstæður undir lok leiks þegar hann hafði náð að koma boltanum yfir línuna.

„Ég átti nokkur góð skot og eitt rangstöðumark sem ég veit ekki hvort að hafi verið rangstæða en svona er þetta og þetta kemur í næsta leik, ég mun skora í næsta leik."

Keflvíkingar mæta Víkingi R. í næstu umferð og því mun Adam Ægir ekki spila þann leik en hann er á láni hjá Keflavík frá Víkingum.

„Það er geggjaður leikur næst, Keflavík-Víkingur það eru tvö af mínum bestu liðum og það verður spennandi að sjá hann en svo er þetta bara úrslitaleikur á móti Fram sem við stefnum á að vinna."

Ertu búin að gera það upp við þig hvor meginn í stúkunni þú verður á móti Víking?

„Ætli ég verði ekki bara mitt á milli".


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner