Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Arteta skilur ekkert í dómgæslunni: Eina sem við biðjum um er samræmi
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Arsenal tapaði fyrir Man Utd
Arsenal tapaði fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á erfitt með að skilja hvar línan liggur hjá dómurum í ensku úrvalsdeildinni en hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tapið við Manchester United á Old Trafford í dag.

Spænski stjórinn var ánægður með margt í leik sinna manna. Það var United sem átti fyrstu tíu mínútur leiksins en Arsenal tók við sér og fór að stýra leiknum betur eftir það.

United var 1-0 yfir í hálfleik og hélt Arsenal áfram að herja að marki United í þeim síðari. Jöfnunarmarkið kom en United bætti við tveimur mörkum til að gera út um leikinn.

Þetta var fyrsta tap Arsenal á tímabilinu en Arteta var ánægður með margt þrátt fyrir tap.

„Við áttum kafla í 8 til 10 mínútur þar sem það tók okkur smá tíma að komast í leikinn en eftir það var þetta meira og minna okkar svona miðað við það hvernig við stýrðum leiknum og færin sem við sköpuðum."

„Liðið náði að bregðast við og ég sagði að við gætum tekið þetta í okkar hendur ef við spilum af hugrekki og það gerðum við og hefðum alveg getað skorað tvö eða þrjú mörk. Þú verður að drepa leikinn en við gáfum boltann frá okkur á hættulegum svæðum og það drepur þig gegn liði eins og Man Utd."

„Við verðum að læra að vera agaðri í svona leikjum og þeir munu nýta sér öll smáatriði því þeir eru með heimsklassa leikmenn alls staðar á vellinum,"
sagði Arteta.

Hann var spurður sérstaklega út í markið sem var tekið af liðinu á 11. mínútu. Gabriel Martinelli skoraði þá eftir sendingu frá Bukayo Saka en markið var dæmt af vegna brots sem átti sér stað í aðdragandanum. Arteta er óánægður með ósamræmið í dómgæslunni.

„Dómarinn sagði við mig að þetta væri mjög mild ákvörðun og það eina sem við biðjum um er samræmi. Það var aftur tekið mark af okkur í dag og það er ekkert sem við getum gert í því."

„Það vantar samræmi. Eitt er mildur dómur en í síðustu viku þá er brotið á Aaron en það er ekki brot. Það er brotið á Bukayo, sem væri mildur dómur en ekki dæmt víti. Í dag er þetta brot. Þröskuldurinn í fyrstu atvikunum, þú sást að það voru engin gul spjöld því þeir vildu hafa þröskuld í svona stórum leik. Ég á mjög erfitt með að skilja þetta," sagði Arteta ennfremur.

Eins og áður segir var þetta fyrsta tap Arsenal en Arteta hefur ekki áhyggjur. Liðið er á toppnum og ef liðið heldur áfram að spila svona þá mun það vinna fótboltaleiki.

„Við spilum svona og ef við höldum áfram að spila svona þá munum við halda áfram að vinna leiki," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner